top of page
2021-09-12 17.54.58.jpg
Hver er ég?

Ég heiti Ágústa Kristín og er lærður ljósmyndari og prentsmiður/grafískur miðlari. Ég lauk sveinsprófi í ljósmyndun 2006 og prentsmíð 2015. Ég hef í gegnum tíðina sótt ýmis námskeið, hérlendis og erlendis, bæði í ljósmyndun og grafískri vinnslu og reyni að sækja slík námskeið reglulega til að auka þekkingu mína, fræðast um nýjungar og kynnast nýju fólki.

Í ljósmyndun hef ég aðallega fengist við portrett ljósmyndun. Undanfarin ár hef ég lagt meiri áherslu á myndatökur í skrásetningarstíl (documentary) fremur en uppstillingar, þó vissulega sé oft þörf á smá leikstýringu þegar leitast er við að ná þeim myndum sem óskað er eftir. Markmið mitt er alltaf að myndirnar varðveiti tíðarandann og endurspegli karakter þess sem ég mynda.

 

Ég hef mikinn áhuga á öllu sem viðkemur börnum og námi þeirra og þroska og hef undanfarin ár unnið hlutastarf á dásamlegum leikskóla, sem leggur áherslu á skapandi starf í anda Reggio Emilia. Þar eru uppeldisfræðilegar skráningar (m.a. myndskráningar) mikið notaðar til að gera starfið sýnilegra og skoða lærdómsferli barnanna.

Ég er með lítið stúdíó í Hafnarfirði sem hentar vel til að mynda einstaklingsmyndir (ungabörn, börn, portrett fyrir ferilskrár og kynningarefni). 

Fjölskyldur mynda ég helst á heimilum þeirra eða úti við.

Auk ljósmyndunar tek ég að mér umbrotsverkefni. Uppsetningu nafnspjalda, bæklinga, auglýsinga, tímarita og bóka, svo fátt eitt sé nefnt.

Hafðu samband ef ég get orðið þér að liði.

agustabjarna@gmail.com

Sími: 696 9894

Skilaboð send. Takk fyrir!

© Ágústa Kristín Bjarnadóttir 2022

bottom of page